Um félagið
Tónleikafélag Austurlands var stofnað 2017 til að berjast fyrir bættum geðheilbrigðismálum á Austurlandi. Félagið stendur árlega fyrir glæsilegum tónleikum þar sem ungir Austfirðingar eru í forgrunni. Félagið reið á vaðið með yfirlits og heiðurstónleikum vegna 75 ára afmælis Ronnie James Dio. Síðan hafa ýmsar stefnur og listafólk verið gerð góð skil. Ágóði tónleikana hefur alltaf runnið í geðheilbrigðismál á Austurlandi. Við höfum átt í frábæru samstarfi við styrktaraðila á svæðinu sem hafa komið að þessu með okkur og án þeirra væri þetta ekki hægt.