geðveikt félag.
Tónleikafélag Austurlands var stofnað 2017 til að berjast fyrir bættum geðheilbrigðismálum á Austurlandi og efla tónleikahald. Félagið stendur árlega fyrir glæsilegum tónleikum þar sem ungir Austfirðingar eru í forgrunni. Allur ágóði hefur alltaf runnið í geðheilbrigðismál á Austurlandi.